Um okkur

--
Ohanastore ehf var stofnað í September 2020 af tveimur vinkonum sem áttu sér þann draum að stofna einn daginn barnafataverslun.
Eftir mikla vinnu tókst það og varð nafnið Ohanastore fyrir valinu, „Ohana“ þýðir fjölskylda sem endurspeglar okkar lífsgildi, að allir séu jafn mikilvægir og öll börn eru jafn mikilvæg sama hvernig þau eru eða hvaðan þau koma.
- Aldís Marta & Margrét Jóna
Ohanastore er verslun með stílhreinum og vönduðum barnavörum sem af stórum hluta eru úr lífrænum eða náttúrulegum efnum. Við leitumst eftir að bjóða upp á vörur sem eru framleiddar í sátt við náttúruna og munum reyna okkar besta í að framfylgja því.
Vöruúrvalið er fjölbreytt og á bara eftir að stækka og eflast.